Enski boltinn

John Terry: Munum berjast þangað til engin stig eru eftir í pottinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Terry fagnar sigrinum af krafti í dag.
Terry fagnar sigrinum af krafti í dag. vísir/getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, var eðlilega ánægður með 1-0 sigur Chelsea á Arsenal í dag. Hann segir að Chelesa muni berjast fyrir Meistaradeildarsæti þangað til möguleikinn er úti.

„Þetta eru góð þrjú stig og koma okkur upp deildina. Við höfum gert of mörg janftefli undanfarið svo við urðum að ná í þrjú stig," sagði Terry við Sky Sports.

Sjá einnig: Diego Costa hetjan á Emirates | Sjáðu markið og rauða spjaldið

„Leið og þeir misstu mann af velli bökkuðu þeir svo vð pressuðum þá hátt á vellinum og unnum boltann aftur til vaka. Við erum ánægðir með þennan sigur."

Chelsea er komið upp í þrettánda sæti deildarinnar og Terry horfir upp töfluna.

„Allt er hægt. Það eru allir að vinna alla. Þetta er erfið deild og ef við setjum saman nokkra sigra þá eigum við góðan möguleika á fjórða sætinu. Við munum berjast þangað til það eru engin stig eftir í pottinum," sagði varnarmaðurinn að lokum.

Þess má geta að þetta var fyrsta tap Mathieu Flamini á Emirates í 54 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×