Formúla 1

Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Ricciardo í Red Bull bílnum í dag.
Daniel Ricciardo í Red Bull bílnum í dag. Vísir/Getty

Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrri degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag.

Einungis þrír ökumenn tóku þátt í dag. Pirelli valdi Red Bull, Ferrari og McLaren fyrir prófunina.

Stoffel Vandoorne var annar á McLaren bílnum en hann þurfti að hætta prófunum snemma vegna tæknilegrar bilunar í McLaren bílnum.

Kimi Raikkonen var þriðji á Ferrari næstum einni sekúndu á eftir Ricciardo.

Alls óku þremenningarnir 285 hringi. Þeir prófuðu 10 hringja akstur á 10 dekkjagöngum af nýrri tilraunaútgáfu af regndekkjum frá Pirelli.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira