Formúla 1

Ricciardo fljótastur í dekkjaprófun

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Ricciardo í Red Bull bílnum í dag.
Daniel Ricciardo í Red Bull bílnum í dag. Vísir/Getty

Daniel Ricciardo var fljótastur á Red Bull á fyrri degi prófana hjá Pirelli. Regndekk voru prófuð á Paul Ricard brautinni í Frakklandi í dag.

Einungis þrír ökumenn tóku þátt í dag. Pirelli valdi Red Bull, Ferrari og McLaren fyrir prófunina.

Stoffel Vandoorne var annar á McLaren bílnum en hann þurfti að hætta prófunum snemma vegna tæknilegrar bilunar í McLaren bílnum.

Kimi Raikkonen var þriðji á Ferrari næstum einni sekúndu á eftir Ricciardo.

Alls óku þremenningarnir 285 hringi. Þeir prófuðu 10 hringja akstur á 10 dekkjagöngum af nýrri tilraunaútgáfu af regndekkjum frá Pirelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira