Sport

Bale elskar UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale horfir á Anderson Silva með vini sínum.
Bale horfir á Anderson Silva með vini sínum. mynd/instagram-síða bale

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, er mikill aðdáandi UFC og styttir sér stundir með því að horfa á gamla bardaga.

Bale er meiddur sem stendur en sýndi á samfélagsmiðlum í gær að hann lætur sér ekki leiðast. Þá var hann að horfa á gamla bardaga með Anderson Silva.

Silva verður einmitt á UFC-kvöldi í London í lok næsta mánaðar og Bale ætlar sér ekki að missa af því.

Ef menn komast ekki til London þá verður hægt að sjá það bardagakvöld í beinni á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira