Enski boltinn

Bournemouth vann nágrannaslaginn gegn Portsmouth | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marc Pugh fagnar hér eftir að hafa skorað mark sem reyndist vera sigurmarkið.
Marc Pugh fagnar hér eftir að hafa skorað mark sem reyndist vera sigurmarkið. Vísir/Getty

Bournemouth vann nágrannaslaginn gegn Portsmouth í 32-liða úrslitum bikarsins í dag en lengi vel leit út fyrir að Portsmouth sem er í þriðju deild í Englandi myndi stela sigrinum.

Heimamenn komust 1-0 yfir á Fratton Park rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en mörk frá Joshua King og Marc Pugh sneru taflinu við fyrir úrvalsdeildarlið Bournemouth.

Stuðningsmenn Stoke þurftu að horfa upp á lið sitt detta úr bikarkeppni annan leikinn í röð en leikmönnum liðsins tókst ekki að svara fyrir tapið í vítaspyrnukeppninni gegn Liverpool í deildarbikarnum á þriðjudaginn.

Lauk leiknum með 1-0 sigri Crystal Palace en Wilfried Zaha skoraði eina mark leiksins.

Þá var mikil dramatík á Greenhouse Meadow, heimavelli Shrewsbury en heimamenn skoruðu sigurmarkið á 97. mínútu í 3-2 sigri á Sheffield Wednesday.

Öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan en lokaleikur dagsins hefst klukkan 17.30 á Anfield þar sem heimamenn í Liverpool taka á móti West Ham.

Úrslit dagsins:

Bolton 1-2 Leeds
Bury 1-3 Hull City
Crystal Palace 1-0 Stoke City
Nottingham Forest 0-1 Watford
Oxford United 0-3 Blackburn
Portsmouth 1-2 Bournemouth
Reading 4-0 Walsall
Shrewsbury 3-2 Sheffield Wednesday
West Brom 2-2 Peterborough
Fleiri fréttir

Sjá meira