Erlent

Milljónir manna standa frammi fyrir hungursneyð í suðurhluta Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
WFP telur ástandið einna verst í Malaví. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
WFP telur ástandið einna verst í Malaví. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Um fjórtán milljónir manna standa nú frammi fyrir hungursneyð í suðurhluta Afríku að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).

Miklir þurrkar hafa að undanförnu herjað í löndum í sunnanverðri álfunni sem auk þess hafa magnast af völdum veðurfyrirbærisins El Niño.

WFP telur ástandið einna verst í Malaví þar sem áætlað er að um 2,8 milljónir manna, um 16 prósent íbúa landsins, muni búa við hungur.

Á eyjunni Madagaskar er áætlað að um 1,9 milljónir manna séu í hættu vegna þurrkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×