Erlent

Nýársávarp Margrétar Dana­drottningar: Hin­rik prins fer á eftir­laun

Atli Ísleifsson skrifar
Hinrik prins og Margrét Þórhildur á listasýningu í Frakklandi á síðasta ári.
Hinrik prins og Margrét Þórhildur á listasýningu í Frakklandi á síðasta ári. Vísir/AFP

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefur ákveðið að draga verulega úr opinberum skyldum sínum og fara á eftirlaun. Drottningin greindi frá þessu í gamlársávarpi sínu í gær.



Margrét Þórhildur ræddi meðal annars hryðjuverkaárásirnar í París og Kaupmannahöfn og straum flóttafólks til Evrópu í ræðu sinni, en í lok hennar greindi hún frá ákvörðun Hinriks. „Eiginmaður minn hefur ákveðið að draga úr verkefnum og fara á eftirlaun. Ég hlakka hins vegar til að sinna áfram verkefnum mínum,“ sagði drottningin, sem sjálf er 75 ára.



Hún lagði áherslu á að hún myndi áfram reiða sig á stuðning eiginmannsins, þó að hann yrði sjálfur ekki eins áberandi og áður.



Margrét gekk að eiga Henri de Laborde de Monpezat, son fransks greifa, árið 1967. Hinrik er sex árum eldri en Margrét, eða 81 árs.



Hinrik ólst upp í Frakklandi og Víetnam og talar reiprennandi dönsku, frönsku, víetnömsku, ensku og kínversku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×