Innlent

Þrettándabrennum í Reykjavík frestað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Brennur á gamlárskvöld voru vel sóttar.
Brennur á gamlárskvöld voru vel sóttar. vísir/egill
Öllum þrettándabrennum í Reykjavík hefur verið frestað til helgarinnar vegna veðurs. Veðurstofa Íslands hefur varað við óveðri í dag og á morgun. Líkur eru á að brennum verði frestað víðar, en teknar verða frekari ákvarðanir um málið síðar í dag.

Þrettándagleði HK í Kópavogi verður að öllum líkindum á dagskrá. Ekki verður brenna að þessu sinni en til stendur að halda flugeldasýningu klukkan 18. Þá verður jafnframt farin kyndlaganga klukkan 17.30. Að sögn Birgis Bjarnasonar, framkvæmdastjóra HK, bendir flest til þess að gleðin verði haldin í ár. Þá verður þrettándagleði Hauka í Hafnarfirði jafnframt á dagskrá.

Þá hafa ekki verið teknar ákvarðanir um hvort brennur verði haldnar á Akranesi, á Selfossi og Grundarfirði en það verður gert síðar í dag í samráði við lögreglu og björgunarsveitir. Þrettándagleði ungmennafélagsins Mána á Hornafirði hefur verið frestað til laugardagsins 9. janúar næstkomandi.

Nokkuð algengt er að hátíðahöldum í tilefni þrettándans sé frestað. Það var gert í fyrra en þá var öllum brennum á fyrrnefndum stöðum frestað.  

Uppfært klukkan 12.05

Þrettándagleði HK hefur verið frestað. Dagsetning mun liggja fyrir síðar. Þá hefur þrettánagleði í Reykjanesbæ verið frestað til laugardags.


Tengdar fréttir

Kjaftfullar rútur af ferðamönnum bruna á brennurnar

Fyrir tíu þúsund krónur fengu ferðamennirnir rútuferð og leiðsögn á brennu, kaffisopa á kaffihúsi og freyðivínsglas á miðnætti með gott útsýni yfir flugeldasýningu landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×