Sport

Dana leyfir Conor að gera það sem hann vill

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor er gullkálfurinn í UFC og ekki skrítið að White leyfi honum að reyna við bæði beltin.
Conor er gullkálfurinn í UFC og ekki skrítið að White leyfi honum að reyna við bæði beltin. vísir/getty

Dana White, forseti UFC, var eitt sinn ekki hrifinn af því að menn gætu átt heimsmeistarabeltið í tveim þyngdarflokkum. Conor McGregor hefur breytt þeirri skoðun hans.

Conor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í desember og sagði þá að hann vildi einnig vera heimsmeistari í léttvigt. Sagði reyndar að sá þyngdarflokkur þyrfti sárlega á honum að halda. Það hefði enginn áhuga á flokknum. Næsti bardagi hans gæti því verið um léttvigtarbeltið.

„Conor segist vilja beltið í léttvigtinni, berjast fjórum sinnum á ári og verja bæði beltin. Ef einhver getur það þá er það Conor McGregor. Hann hefur gert allt sem hann hefur sagst ætla að gera. Ég er mjög áhugasamur,“ sagði White.

White hafði áður sagt að ef heimsmeistarar vildu keppa um belti í öðrum flokki þá yrðu þeir að gefa hitt beltið eftir.

„Þetta er annað mál því þessi gaur stendur alltaf við stóru orðin. Hann elskar að berjast og elskar líka peninga. Eins og ég segi, ef einhver getur gert þetta þá er það Conor.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira