Enski boltinn

Norwich nældi sér í bakvörð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pinto í leik með Zagreb.
Pinto í leik með Zagreb. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Norwich City styrkti sig í dag er liðið fékk portúgalskan bakvörð.

Þeir keyptu þá Ivo Pinto frá Dinamo Zagreb. Kaupverð var ekki gefið upp.

Þetta er 26 ára gamall leikmaður sem á landsleiki fyrir U-21 árs landslið Portúgal.

Pinto spilaði yfir 100 leiki fyrir Zagreb og hjálpaði liðinu að vinna króatísku deildina 20014 og 2015.
Fleiri fréttir

Sjá meira