Enski boltinn

City í engum vandræðum með Norwich

Sergio Agüero hefur verið heitur í bikarnum að undanförnu.
Sergio Agüero hefur verið heitur í bikarnum að undanförnu. Vísir/Getty

Manchester City átti í engum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn í fjórðu umferð enska bikarsins, en þeir unnu 3-0 útisigur á Norwich City.

Sergio Aguero kom City yfir með sínu fimmta marki í síðustu fimm ensku bikarleikjum og Kelechi Iheanacho tvöfaldaði forystuna fyrir hlé.

Belginn Kevin de Bruyne kom svo City í 3-0 tólf mínútum fyrir leikslok og þannig urðu lokatölur, en City stillti upp sterku liði.

City því komið í 32-liða úrslitin, en Norwich er úr leik og getur því einbeitt sér að ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir berjast fyrir lífi sínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira