Lífið

Minna vesen á fólki en á venjulegri helgi

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Birna Jónasdóttir rokkstjóri er í skýjunum með hátíðina.
Birna Jónasdóttir rokkstjóri er í skýjunum með hátíðina. Vísir
„Heyrðu, ég var bara að senda síðustu popparana upp í vél og í loftið. Ég á reyndar eftir að athuga hvort einhver hafi orðið eftir, en ég efast um það,“ sagði Birna Jónasdóttir, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í gær en henni lauk á sunnudag.

Gekk hátíðin vonum framar. „Ég heimsótti einmitt lögguna í morgun, og þeir voru jafn hissa og ég. Það kom ekki upp neitt vesen. Þetta var minna en á venjulegri helgi,“ segir hún. Gestir og heimamenn hafa því skemmt sér vel og friðsamlega yfir páskahátíðina, en um þrjú þúsund manns voru í bænum. „Nú taka við þrif og frágangur, áður en við förum að spá í næstu hátíð.“

Flugi hljómsveitarinnar AmabAdama seinkaði á laugardagskvöld, og höfðu þau einungis hálftíma frá því þau lentu og þar til þau stigu á svið. „Við náðum reyndar ekki að hita upp, en það hafði ekki mikil áhrif þannig séð,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona sveitarinnar.

„Trompetleikarinn okkar reyndar missti af fluginu á laugardeginum, en hann náði að vera með á ballinu á Krúsinni á sunnudag. Það var mikið stuð og ótrúlega gaman að vera með.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×