Innlent

Fjöldi Breta fimmfaldast

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Metfjöldi ferðamanna fór um Leifsstöð í janúar.
Metfjöldi ferðamanna fór um Leifsstöð í janúar. Pjetur
Um 62.700 ferðamenn fóru frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt talningu Ferðamálastofu í janúar. Þetta er aukning um 16.100 ferðamenn frá því í janúar 2014 og er mesti fjöldi ferðamanna sem farið hefur frá Íslandi frá því að mælingar hófust.

78 prósent ferðamanna voru af tíu þjóðernum en aukning var mest á meðal Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Fjölgun Breta sem fara frá landinu hefur fimmfaldast frá 2010 og fjöldi Bandaríkjamanna fjórfaldast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×