Sport

Rússar líklega ekki með í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ásamt rússneskum íþróttamönnum.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ásamt rússneskum íþróttamönnum. vísir/getty
Forseti frjálsíþróttasambands Evrópu, Svein Arne Hansen, á ekki von á því að frjálsíþróttamenn frá Rússlandi verði með á Ólympíuleikunum í Ríó næsta sumar.

Eins og kunnugt er hafa rússneskir frjálsíþróttamenn verið settir í bann í heild sinni vegna lyfjamála þar í landi.

„Eins og staðan er þurfa þeir að uppfylla ákveðnar kröfur til að fá aftur þátttökurétt en ég sé það ekki gerast að þeir verði með í Ríó,“ sagði Hansen.

Á næstu vikum fer rannsóknarnefnd frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu í heimsókn til Rússlands þar sem skoðað verður hvort eitthvað hafi breyst. Nefndin mun svo væntanlega skila af sér skýrslu í lok mars.

„Það er þörf á algerri breytingu hjá þeim og Rússarnir verða að losa sig við alla sem hafa verið að koma að þessum málum hjá þeim," bætti Hansen við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×