Sport

Conor kominn með grænt ljós á að berjast um léttvigtartitilinn

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Conor McGregor ætlar að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.
Conor McGregor ætlar að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. vísir/getty
Íslandsvinurinn Conor McGregor, nýkrýndur heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, stefnir á að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á næsta ári.

Conor rotaði Jose Aldo og varð óumdeildum heimsmestari í fjaðurvigt á dögunum þegar hann rotaði ósigraða Brasilíumanninn eftir aðeins þrettán sekúndur.

Sjá einnig:Í fínu lagi með Conor

Nú stefnir í að hann gæti barist um heimsmeistaratitilinn í léttvigt á móti heimsmeistaranum Rafael dos Anjos á vormánuðum næsta árs, en Dos Anjos varði titil sinn gegn Donald Cerrone um síðustu helgi.

Rafael dos Anjos varði titil sinn um helgina í léttvigtinni og gæti mætt Conor næst.vísir/getty
Hvíla sig á niðurskurðinum

Aldrei í sögu UFC hefur neinn verið heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en, eins og Conor komst að orði sjálfur á dögunum, kemur ekki til greina að hans hálfu að gefa eftir fjaðurvigtarbeltið þó hann kíki upp í léttvigtina.

„Hvað er næst hjá Conor? Léttvigtarbeltið,“ skrifar John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson í pistli á írsku vefsíðunni The 42. „Við ætlum að hvíla okkur aðeins á niðurskurðinum í fjaðurvigtinni þó hann hafi gengið betur en nokkru sinn fyrr síðast.“

Sjá einnig:Aldo vill annan bardaga við McGregor

„Næsta skref er að vinna titilinn í léttvigtinni. Núverandi meistari, Rafael dos Anjos, ver beltið gegn Donald Cerrone annað kvöld [Dos Anjos vann]. Við erum búnir að fá grænt ljóst á að berjast við sigurvegarann sama hver vinnur.“

„Við teljum að sá bardagi verði í apríl [...] Ef Frankie Edgar vill tækifæri gegn Conor í fjaðurvigtinni eða Aldo vill annan bardaga upp á titilinn er það allt í lagi okkar vegna líka. Þeir þurfa samt að bíða því næst á dagskránni er léttvigtin,“ segir John Kavanagh.

Sjáðu Conor McGregor rota Jose Aldo á 13 sekúndum:
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×