Innlent

Fjórir dagar eftir í valinu á Manni ársins 2015

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Valið stendur á milli tíu aðila sem lesendur Vísir og hlustendur Bylgjunnar tilnefndu.
Valið stendur á milli tíu aðila sem lesendur Vísir og hlustendur Bylgjunnar tilnefndu. Vísir
Vel á tólfta þúsund atkvæði hafa borist í valinu á Manni ársins 2015. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi, 12.00, þann 28. desember næstkomandi.



Tíu aðilar berjast um titilinn en tæplega eitt þúsund tilnefningar bárust frá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar en Maður ársins 2015 verður kynntur og heiðraður í Reykjavík Síðdegis á gamlársdag.



Valið stendur á milli eftirtalinna aðila, í engri sérstakri röð:

  • Sigrún Þ Geirsdóttir
  • Ásta Kristín Andrésdóttir
  • Guðmundur Viðar og Halldór Sigurbergur
  • Þórunn Ólafsdóttir
  • Þröstur Leó Gunnarsson
  • Sævar Helgi Bragason
  • Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson
  • Kári Stefánsson
  • Björgunarsveitirnar
  • Almar Atlason
Þú getur tekið þátt í valinu með því að fara inn á slóðina visir.is/madurarsins og látið þér líka við – setja „like“ á – þann sem þú vilt velja. Þar er hægt að lesa um þá sem eru tilnefndir.



Hægt er að velja eins marga og þú vilt en aðeins er hægt að greiða hverjum og einum eitt atkvæði. Til að taka þátt þarftu að vera skráð(ur) inn á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×