Innlent

Gleymdist að gera ráð fyrir launahækkunum kennara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið vegna þess að það gleymdist að reikna með 1,2 milljarða kostnaði vegna launahækkana kennara.
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið vegna þess að það gleymdist að reikna með 1,2 milljarða kostnaði vegna launahækkana kennara. Vísir/Daníel
Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hefur lagt til breytingartillögu við breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið. Svo virðist sem að gleymst hafi verið að gera ráð fyrir launahækkun kennara á árinu 2015 vegna kjarasamninga sem gerðir voru ári 2014.

Í tillögu Vigdísar er lagt til 1.192 m.kr. fjárheimild til viðbótar fyrri tillögu um breytingar á liðnum 09-989 Ófyrirséð útgjöld til að mæta áhrifum af launahækkun á árinu 2015 samkvæmt sérákvæði í kjarasamningi við Kennarasamband Íslands umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu.

Í greinargerð Vigdísar sem fylgir tillögunni segir um sé að ræða „ launahækkun sem í ljós hefur komist að láðist að gera ráð fyrir við lokafrágang á launaendurmati fyrir 2. umræðu.“

Hækkunin byggist á 14. grein kjarasamnings við KÍ sem gerður var í apríl 2014 en þar er kveðið á um að komi til þess að á árinu 2014 og 2015 verði samið um frekari almennar launahækkanir en grunnhækkanir í samningnum við KÍ skuli sambærileg breyting gilda um þeirra samning.

Með hliðsjón af úrskurði kjaradóms í kjaradeilu ríkisins, BHM og FÍH, fær KÍ tæplega 7,8 prósent viðbótarlaunahækkun á árinu 2015 miðað við 1. apríl og er áætlað að launahækkun vegna þess leið til tæplega 1,2 milljarða króna útgjaldaaukningar umfram fyrirliggjandi launaforsendur frumvarpsins.


Tengdar fréttir

Mun meiri afgangur af ríkisrekstri

Miðað við fjáraukafrumvarp er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga.

Markmið að færa fé út á land

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það markmið tillagna meirihluta nefndarinnar að færa fé út á land. Styrkja þurfi grunnstoðir samfélaga vítt og breitt um landið. aæsdfjkæklsjfklæsdklfklsdfklskldfklskldfklsdklfksdfkks




Fleiri fréttir

Sjá meira


×