Innlent

Tunglbogi skammt frá Stykkishólmi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/víðir björnsson

Svokallaður Tunglbogi sást skammt frá Stykkishólmi í nótt. Um er að ræða regnboga að næturlagi, sem stundum er kallaður Njólubogi, og er nokkuð sjaldgæf sjón.

Tunglbogar lúta sömu lögmálum og regnbogar; þeir myndast þegar ljósið brotnar og endurkastar því eins og í venjulegum regnboga, sem hefur sama viðhorf og ef um sólarljós væri að ræða, í gagnstæða átt við ljósgjafann, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Líkurnar á að sjá tunglboga eru mestar að næturlagi þegar tunglið er fullt og það hátt á lofti að það birtist í skýjarofinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.