Innlent

Þorgrímur fram: „Verð heiðarlegur og tala um hamingju og heilbrigði“

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Í nótt fór í loftið vefsíða sem gaf til kynna að Þorgrímur Þráinsson hygðist gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í kosningunum næsta sumar. 

Þorgrímur segir að þessi síða hafi farið í loftið á „fölskum forsendum“ en hann hafi ekki séð sér fært annað en að vera heiðarlegur þegar hann hafi fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum í dag um málið og viðurkenna að hann væri að velta fyrir sér framboði. Hann sagðist hafa ætlað að tilkynna um framboð í febrúar næstkomandi þegar styttra væri í kosningar. 

Þorgrím, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og var borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 2013, þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en hann er einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins eftir að hann reið á vaðið árið 1989 með bókinni Með fiðring í tánum um það leyti sem farsælum knattspyrnuferli hans var að ljúka. 

Eftir Þorgrím liggja fjölmargar barna- og unglingabækur og bækur fyrir fullorðna.

Færri vita að hann hefur síðustu ár getið sér orð sem fyrirlesari og hefur atvinnu af því að ræða við smærri og stærri hópa. Þá hefur hann komið að starfi fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. „Ég er alla daga að hvetja ungt fólk og fólk í fyrirtækjum að fylgja sínu innsæi,“ segir Þorgrímur. 

Sjá viðtal við Þorgrím í myndskeiði. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.