Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool ómeiddur í París

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kelly í leik gegn Liverpool með Palace á dögunum.
Kelly í leik gegn Liverpool með Palace á dögunum. vísir/getty
Martin Kelly, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Crystal Palace, hefur staðfest við Sky Sports að hann er heill á húfi í Frakklandi.

Þessi 25 ára hægri bakvörður var í Frakklandi í stuttu fríi þar sem landsleikjahlé er nú á ensku deildinni. Þar sem Kelly er ekki í enska landsliðinu ákvað hann að skella sér til Parísar.

Hann og kærasta hans ákvaðu að kíkja út í drykk á föstudagskvöldinu í nálægð við þar sem hryðjuverkaárasirnar voru gerðar. Kelly var snöggur upp í leigubíl og upp á hótelið sitt eftir að sprengirnar byrjuðu.

Opinber Twitter-aðgangur Crystal Palace hefur einnig staðfest að Kelly er heill á húfi, en Kelly hafði fengið mörg skilaboð á Instagram síðu sinni frá óttarslegnum stuðningsmönnum Palace og fleirum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×