Innlent

Keyrðu um Breiðholtið og sprengdu púðurkerlingar

vísir/gva

Íbúum á nokkrum stöðum í Breiðholti var illa brugðið þegar þeir vöknuðu upp við sprengingar, eða skothvelli á fjórða tímanum í nótt og höfðu samband við Neyðarlínu og lögreglu. Lögregla fór á vettvang og stöðvaði brátt tvo menn á bíl sem grunaðir eru um að hafa kastað öflugum púðurkerlingum eða kínverjum út úr bílnum af handahófi.

Málið er í nánari rannsókn. Sterk viðbrögð íbúa má að líkindum rekja til frétta af hryðjuverkunum í Párís.Fleiri fréttir

Sjá meira