Innlent

Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hækkunin nær meðal annars til allra ráðherra og forsetans.
Hækkunin nær meðal annars til allra ráðherra og forsetans. vísir/gva

Laun og starfskjör ýmissa embættismanna hækka um 9,3 prósent á árinu en hækkunin er afturvirk til 1. mars þessa árs. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember síðastliðnum.

Lágmarkshækkun á almennum vinnumarkaði í ár var 3,2 prósent en mesta hækkunin 7,2 prósent. Gildistími flestra samninga hafi verið frá 1. mars þessa árs.

Í úrskurðarorði ráðsins segir að úrskurður gerðardóms um launakjör BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leiði til 9,3 prósent meðaltalshækkunar launa á árinu og liggur sú tala til grundvallar niðurstöðu kjararáðs.

Ákvörðunarvald kjararáðs nær meðal annars til þjóðkjörinna manna, dómara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og forstöðumanna ríkisstofnana. 

Laun alþingismanna hækka til að mynda úr um rúmar sextíuþúsund krónur og eru nú 712.030 krónur. Ráðherrar verða eftir hækkunina með rúmlega 1.250.000 krónur í laun á mánuði fyrir utan forsætisráðherra en hann fær tæpa 1,4 milljónir. Forseti Íslands trónir svo á toppnum með rúmar 2,3 milljónir í mánaðarlaun en hann var áður með 2.117.000 krónur í laun.


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.