Innlent

Kristinn Björnsson látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristinn Björnsson
Kristinn Björnsson vísir/vilhelm
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, lést síðastliðinn laugardag, 31. október, eftir stutt veikindi. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Kristinn var 65 ára en hann fæddist í Reykjavík 17. apríl 1950. Hann var sonur Björns Hallgrímssonar, forstjóra, og Emilíu Sjafnar Kristinsdóttur, húsfreyju.

Kristinn ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970 og útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1975. Kristinn starfaði sem lögfræðingur og lögmaður til ársins 1982 þegar hann tók við starfi forstjóra Nóa Síríusar og Hreins hf.

Því starfi gegndi hann til ársins 1990 þegar hann varð forstjóri Skeljungs. Árið 2003 hætti Kristinn hjá Skeljungi en frá árinu 2005 var hann einn eigenda fyrirtækisins Líflands ehf. og starfandi stjórnarmaður þess.

Eftirlifandi eiginkona Kristins er Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×