Erlent

Fjöldi látinna í flugslysi í Súdan

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvöllurinn í Juba er mikið notaður.
Flugvöllurinn í Juba er mikið notaður. Vísir/AFP
Fragtflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak í Suður-Súdan í dag. Vitað er til þess að tveir hafi lifað slysið af en annar þeirra lét lífið skömmu seinna. Fjöldi látinna er á reiki. Talsmaður forsetans segir að 15 hafi látið lífið en það er í raun ekki vitað enn. Reuters segja vitni hafa séð 41 lík og AFP segir minnst 36 látna

Ekki er vitað hve margir voru í flugvélinni. Reuters segja að enn sé verið að telja hve margir létu lífið en fimm þeirra voru áhafnarmeðlimir vélarinnar sem voru frá Armeníu.

Björgunarmenn eru að störfum við flak vélarinnar og eru að leita að flugriturunum. AFP fréttaveitan segir að vélin hafi lent á landbúnaðarþorpi. Einn íbúi sem rætt er við segir hjól af vélinni hafa farið í gegnum húsið sitt, en hann og börn sín fjögur urðu ekki fyrir meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×