Innlent

Fundu mikið af loðnu

vísir/Óskar
Áhöfnin á grænlenska loðnuskipinu Polar Amarok fann mikið af veiðanlegri loðnu djúpt norðvestur af Vestfjörðum í íslensku lögsögunni,  þegar skipið var á leið í var inn á Ísafjarðardjúpi í gærkvöldi,  þar sem veður var orðið vont á Grænlandssundi og spáð allt að 30 metrum á sekúndu. Að sögn skipverjanna var mikið af loðnu á svæðinu og sendur þeir Hafrannsóknastofnun mælingar af torfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×