Innlent

Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti

Sigríður Elva er ein af fjórum fullorðnum Íslendingum sem eru nýgreindir með ADHD og Lóa Pind hefur fylgst með í tæplega ár.
Sigríður Elva er ein af fjórum fullorðnum Íslendingum sem eru nýgreindir með ADHD og Lóa Pind hefur fylgst með í tæplega ár.
Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? Þetta er ein af þeim spurningum sem svarað verður í heimildaþáttaröðinni Örir Íslendingar á Stöð 2.

Í myndskeiðinu sem hér fylgir tekur Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, sjónvarpskona, í fyrsta skipti ADHD lyfið Concerta til að slá á ofvirkni sína og athyglisbrest.

Sigríður Elva er ein af fjórum fullorðnum Íslendingum sem eru nýgreindir með ADHD og Lóa Pind hefur fylgst með í tæplega ár. Öll eru þau sjarmerandi sveimhugar, sem eru hvert á sinn hátt að tækla tilveruna með ADHD, kvilla sem snertir þúsundir fjölskyldna á landinu.

Fyrsti hluti af heimildaþáttunum Örir Íslendingar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:25, þar sem meðal annars verður fylgst með því hvaða áhrif fyrsti Concerta skammturinn hefur á fullorðna konu með ADHD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×