Innlent

Læknaráð Landspítalans segir stjórnvöld bera ábyrgð á röskunum vegna yfirvofandi verkfalls

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargir starfsmenn Landspítalans eru á leið í verkfall.
Fjölmargir starfsmenn Landspítalans eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm
Læknaráð Landspítalans kallar stjórnvöld til ábyrgðar á þeirri röskun sem yfirvofandi kjaradeilur ríkisins og Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu kunna að hafa á starfsemi sjúkrahússins.

Í ályktun læknaráðsins segir að störf sjúkraliða og starfsmanna í SFR séu mikilvægir hlekkir í þjónustukeðju spítalans. Stjórn læknaráðs Landspítala harmar að enn þurfi að koma til verkfalla.

Jafnframt segir að ljóst sé að boðuð verkföll sjúkraliða og starfsmanna í SFR muni hafa veruleg neikvæð áhrif á úrræði Landspítalans til að sinna þeim er þangað leita. Stjórn læknaráðs hvetur deiluaðila til að ganga nú þegar til samninga svo starfsemi spítalans geti haldið áfram á fullum dampi. 

Á Landspítala starfa nú 562 sjúkraliðar og starfsmenn í SFR eru 1049. Starfsmenn SFR eru m.a. allir læknaritarar, lyfjatæknar og öryggisverðir. Verkfallsaðgerðir hefjast á miðnætti og segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, að engar líkur séu á verkfallsaðgerðum verði frestað.


Tengdar fréttir

Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu

„Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×