Erlent

Slóvenía takmarkar fjölda flóttamanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flóttamenn sækja í auknum mæli í gegnum Slóveníu á leið sinni til v-Evrópu.
Flóttamenn sækja í auknum mæli í gegnum Slóveníu á leið sinni til v-Evrópu. Vísir/EPA
Slóvenía mun aðeins hleypa 2500 flóttamönnum í gegnum landamæri sín við Króatíu á hverjum degi en fjöldi flóttamanna bíður þess að komast í gegnum Slóveníu á leið sinni til vestur-Evrópu.

Króatía hafði beðið um að Slóvenía myndi hleypa 5000 flóttamönnum í gegn á hverjum degi en slóvensk yfirvöld segjast ekki geta orðið við því vegna þess að Austurríki leyfir aðeins 1500 flóttamönnum að fara yfir landamæri sín á hverjum degi.

Fjöldi flóttamanna hefur safnast við landamæri Króatíu og Serbíu vegna takmarkana Slóveníu. Voru um 40 rútur fastar við landamærin í dag. Til ryskinga kom á milli lögreglumanna og flóttamanna sem hafa þurft að bíða lengi við landamærin í kulda og að mestu án matar.

„Við getum ekki tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna ef við vitum fyrir víst að þeir geti ekki haldið áfram ferð sinni,“ sagði innanríkisráðherra Slóveníu, Bostjan Cefic í dag en eftir að Ungverjaland lokaði landamærum sínum hafa flóttamenn í auknum mæli farið í gegnum Slóveníu til að ná til vestur-Evrópu.


Tengdar fréttir

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Fundað um flóttamannamál í Brussel

Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×