Fótbolti

Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna.

Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos þegar liðið vann Arsenal 3-2 á Emirates-leikvanginum í London í gær. Alfreð kom inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið á 66. mínútu aðeins mínútu eftir að Alexis Sánchez hafði jafnað metin.

Alfreð var þarna að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik og þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem gríska liðið vinnur Evrópuleik á Englandi. Þetta var því sögulegt mark.

Mark Alfreðs í lýsingu Harðar Magnússonar má sjá hér að neðan.





Markið, það fyrsta hjá Alfreð fyrir gríska liðið, var gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem var aðeins búinn að fá að spila í 32 mínútur í síðustu fimm leikjum Olympiacos í deild og Meistaradeild. 

Stuðningsmenn Olympiacos hafa örugglega tekið Alfreð í guðatölu eins og er og nú er bara að vona að hann nái að fylgja þessu eftir í næstu leikjum. 

Hér fyrir neðan má sjá Alfreð Finnbogason á forsíðum nokkra af grísku blöðunum í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×