Innlent

Veikindi barns rakin til neyslu stoðmjólkur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla Stoðmjólk með best fyrir dagsetningunni 04.10.2015. Ástæðan er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki gæðakröfur, en Matvælastofnun hefur borist ein tilkynning þar sem talið var að rekja mætti veikindi barns til neyslu stoðmjólkur með áðurnefndri dagsetningu.

Í fyrradag sendi Mjólkursamsalan frá sér tilkynningu þess efnis að þessi sama framleiðslulota vörunnar hefði ekki staðist bragðkröfur og bað neytendur afsökunar á þeim óþægindum sem það kynni að hafa skapað. Nú hins vegar eru neytendur beðnir um að neyta vörunnar ekki og er bent á að skila vörunni í þá verslun sem hún var keypt, eða beint til MS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×