Erlent

Hringdi í rit­stjóra klukkan 4 að morgni þar sem blaðið hafði ekki borist konungi

Atli Ísleifsson skrifar
Karl XVI Gustav vill lesa sín blöð á pappírsformi á morgnana og hananú!
Karl XVI Gustav vill lesa sín blöð á pappírsformi á morgnana og hananú! Vísir/Dagens Industri/Getty

Starfsmaður sænsku konungshallarinnar hringdi í ritstjóra vefútgáfu Dagens Industri klukkan 4 í morgun þegar eintak hafði enn ekki borist konungshöllinni.

Maria Schultz, ritstjóri hjá DI, greinir frá samskiptum sínum við konungshöllina á Facebook-síðu sinni og segir málið eitt það skemmtilegasta sem hún hafi upplifað í langan tíma.

Starfsmaður hirðarinnar hóf símtalið á því að benda á að Karl Gústaf Svíakonungur hafi ekki ekki fengið eintak af Dagens Industri. Schultz benti þá á að klukkan væri ekki nema 4 og spurði hvort ekki væri hægt að skoða blaðið á vefnum. „Nei,“ var svarið sem starfsmaður hirðarinnar gaf, og bað Schultz þá hirðina um að hafa samband síðar þegar starfsfólk væri mætt til vinnu.

Skömmu fyrir klukkan 8 ákveður Schultz svo að hafa samband við hirðina til að athuga hvort blaðið hafi nú ekki örugglega borist konungi.

Starfsmaður hofsins: „Nei, en Dagens Nyheter og Svenska dagbladet hafa borist.“

Schultz: „Eh, en þetta var þá ekki eitthvað grín?“

Starfsmaður hofsins: „Nei, af hverju ætti það að vera það. Konungurinn vildi fá blaðið og þess vegna hringdum við, en það var að sjálfsögðu ekki ætlunin að vekja þig.“

Schultz: „Nei, nei, allt í lagi, ehhh...“

Starfsmaður hofsins: „Ég verð að leggja á núna þar sem ég þarf að draga fána að húni.“

Inatt ringde hovet. OBS det är inget skämt.Följande utspelades 04.00.Hovet: Kungen har inte fått sin tidningJag:...

Posted by Maria Schultz on Wednesday, 23 September 2015


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×