Körfubolti

Við erum ekkert saddir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór fékk góða hvíld gegn Serbíu.
Jón Arnór fékk góða hvíld gegn Serbíu. vísir/valli
Jón Arnór Stefánsson hefur ekki áhyggjur af hnénu sínu þótt að hann hafi lítið geta beitt sér í gær. Hann segir líka mikilvægt að íslenska liðið klári mótið af krafti og láti skellinn á móti Serbum í gær ekki trufla sig.

„Við náum orkunni upp aftur og fáum lappirnar undir okkur," segir Jón Arnór sem þarf mögulega að láta að tappa af hnénu sem var að angra hann í gær.

„Hnéð á mér var búið að vera furðugott í tveimur fyrstu leikjunum og ég hef getað beitt mér alveg hundrað prósent. Eftir hvíldardaginn í gær þá var ég bara verri," sagði Jón Arnór.

„Við verðum að gíra okkur upp fyrir morgundaginn (daginn í dag) og halda áfram. Við erum ekkert saddir eftir að hafa spilað tvo góða leiki. Við verðum að halda áfram og klára þetta með stæl," segir Jón Arnór.

Íslenska liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum með samtals 13 stigum en tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í gær.

„Við verðum að halda áfram að reyna að fá eins mikið út úr þessu og við getum. Við erum hér til þess og eigum að fara út úr þessu móti með góða tilfinningu að við gerðum okkar besta og fengum þessa reynslu," segir Jón Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×