Körfubolti

Jón Arnór: Ekki mín ákvörðun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja á síðustu leiktíð.
Jón Arnór í leik með Unicaja á síðustu leiktíð. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmanni, var ekki boðinn áframhaldandi samningur hjá Unicaja Málaga á Spáni, en Jón Arnór lék þar á síðasta tímabili.

Jón Arnór segir í samtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í morgun að ákvörðunin hafi verið þeirra, en íþróttamaður ársins 2014 er nú án félags.

„Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég beið eft­ir því hvort ég myndi fá til­boð um nýj­an samn­ing frá þeim. Þjálf­ari liðsins barðist fyr­ir því í allt sum­ar að fé­lagið myndi halda mér. Fé­lagið ákvað hins veg­ar að fara í aðra átt,” sagði Jón Arnór.

„Þeir ætla að manna tvær stöður með leik­mönn­um sem eru upp­al­d­ir hjá fé­lag­inu en hafa verið á láni ann­ars staðar. Þjálf­ar­inn vildi vera með tólf sterka at­vinnu­menn í hópn­um en fé­lagið kaus að vera með tíu í þeim gæðaflokki og tvo upp­al­da leik­menn.”

„Þjálf­ar­inn sendi mér lang­an tölvu­póst um dag­inn og út­skýrði málið. Þetta er því allt í góðu,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið.

Jón Arnór verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar liðið spilar á Evrópumótinu í Berlín sem fram fer í haust. Það verður góður gluggi fyrir Jón Arnór sem leitar nú að félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×