Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Glenn

Jonathan Glenn.
Jonathan Glenn. vísir/anton

Jonathan Glenn er hreinlega óstöðvandi í búningi Blika. Hann skoraði þrennu gegn Skagamönnum í gær.

Glenn er þar með búinn að skora í öllum þeim þremur leikjum með Blikum þar sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.

Þessi markamaskína, sem Blikar fengu frá ÍBV í síðasta mánuði, er orðinn markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla með níu mörk. Patrick Pedersen er búinn að skora átta.

Hér að neðan má sjá öll mörkin í 3-1 sigri Blika á ÍA í gær.

Glenn kemur Blikum í 1-0. 1-1. Albert Hafsteinsson jafnar. 2-1. Glenn skorar aftur. 3-1. Glenn fullkomnar þrennuna.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.