Lífið

Bein útsending: Gleðigangan í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Gleðigöngunni í fyrra.
Frá Gleðigöngunni í fyrra. Vísir/Vilhelm
Hinsegin dagar ná hámarki í dag klukkan 14 þegar Gleðigangan hefst. Gengið verður frá húsnæð BSÍ í Vatnsmýri og gengið sem leið liggur eftir Lækjargötu og að Arnarhóli þar sem skemmtidagskrá fer fram.

Reiknað er með því að tugir þúsunda gesta muni fylgjast með göngunni þar sem regnbotalitirnir verða fyrirferðamiklir. Veðurspá gerir ráð fyrir vætu en sólin hefur reyndar oft verið óvæntur gestur í göngunni.

Páll Óskar á víkingaskipinu sínu.Mynd/steinunn lilja
Míla hefur stillt vefmyndavél sína við Reykjavíkurtjörn þannig að fólk um heim allan getur fylgst með göngunni í beinni útsendingu. 

Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu.


Tengdar fréttir

Kominn tími á hinsegin forseta

Hinsegin barátta hefur ekki alltaf verið auðveld. En hún er líka saga kraftaverka og sigra. Hvar eru sigrarnir unnir og hvar má gera betur?

Dreifa gleðinni gegnum sönginn

Annasöm og skemmtileg vika er senn á enda hjá Helgu Margréti Marzellíusardóttur, söngkonu og kórstjóra Hinsegin kórsins.

Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur

Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna '78. Markmið keppninnar er bæði að styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélagsins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×