Erlent

Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út

Bjarki Ármannsson skrifar
Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið í kvöld.
Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið í kvöld. Vísir/EPA
Allt er á suðupunkti í Grikklandi um þessar mundir, þar sem verið að ræða lánapakka Evrópu í þinginu. Frestur Grikkja til að samþykkja boðið rann út klukkan tíu að íslenskum tíma.

Gríski þingforsetinn, sem harðlega hefur mótmælt því að pakkinn verði samþykktur, gekk út úr þingsal fyrr í kvöld og sagðist ekki ætla að taka þátt í viðræðunum. Sagði hún ekki nærri því nægan tíma til að ræða tilboðið frá Evrópu og kallaði þetta „myrkan dag í sögu lýðræðisins í Evrópu.“ Hún sneri þó aftur í þingsal síðar um kvöldið.

Þá er ástandið ekki rólegra fyrir utan þingið, þar sem mótmælendur hafa beitt eldsprengjum gegn lögreglu og kveikt í bílum, hraðbönkum og öðru. Samkvæmt fréttaveitunni AFP hafa um fjörutíu manns verið handteknir það sem af er kvöldi.

Breytt 23.30: Í þessari frétt stóð áður að lögregla hefði beitt eldsprengjum, en ekki mótmælendur. Þetta hefur nú verið leiðrétt.


Tengdar fréttir

Grikkir milli steins og sleggju

Gríska þingið stendur frami fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum í kvöld. Tsipras segist samþykkja lánapakka með hníf við hálsinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×