Fótbolti

Jón Daði búinn að semja við Kaiserslautern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. Vísir
Jón Daði Böðvarsson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Kaiserslautern um áramótin en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann þegar komist að samkomulagi við þýska félagið.

Jón Daði er á mála hjá Viking í Noregi en norska félagið hefur hafnað þremur tilboðum frá Kaiserslautern í kappann.

Kaiserslautern var tilbúið að borga 58 milljónir fyrir Jón Daða sem á hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. „Tilboðið var einfaldlega ekki nógu gott,“ sagði Charlie Granfelt, framkvæmdastjóri Viking, við Roglands Avis á dögunum.

Félagið virðist reiðubúið að missa Jón Daða frítt frá félaginu þegar samningurinn rennur út. Jón Daða er heimilt að ræða við önnur félög um framtíðina sem og hann hefur gert. Forráðamenn Kaiserslautern eru því tilbúnir að bíða eftir kappanum sem verður leikmaður félagsins um áramótin.

Jón Daði gekk í raðir Viking frá Selfoss árið 2013 og vann sér sæti í íslenska landsliðinu ári síðar. Hann á að baki þrettán A-landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×