Erlent

Grískir bankar lokaðir fram á mánudag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Alexis Tsipras og Euclides Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras og Euclides Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/EPA
Gríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar í Grikklandi verða ekki opnaðir fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá hefur hún framlengt 60 evru hámark á úttektir úr hraðbönkum. Bankar hafa nú þegar verið lokaðir í ellefu daga.

Í dag mun Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, að leggja fram það sem hann hefur sagt vera  trúverðuga aðgerðaáætlun til lausnar á skuldavanda ríkisins. Fjármálaráðherrar evruríkjanna, leiðtogar Evrópusambandsins og lánadrottnar munu fara yfir tillögurnar í dag og reyna að ná samningum um aðgerðir áður en neyðarfundur allra aðildarríkja Evrópusambandsins fer fram á sunnudag, þar sem örlög Grikklands munu líklega ráðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×