Innlent

Nýjustu milljónamæringar Íslands: Láta gamlan draum um Danmerkurferð rætast

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þetta kallar maður að detta í lukkpottinn
Þetta kallar maður að detta í lukkpottinn VÍSIR/VILHELM
Þau voru létt og kát hjónin sem unnu stærsta vinning í íslenskri happdrættissögu þegar þau mættu til Íslenskrar getspár í dag. 

Vinningshafinn sem er rúmlega fertugur Reykvíkingur og  sem er með Víkingalottómiða í áskrift,  var vakinn í morgunsárið með símtali frá framkvæmdastjóra Íslenskrar Getspá þar sem honum voru færðar þessar skemmtilegu fréttir og hafði hann þá að orði að það væri nú svolítið skrítið að vakna við svona fréttir. 

„Hann hringdi í konuna sem var í vinnunni og bað hana endilega að fara afsíðis þar sem hann hefði góðar fréttir að færa, hún átti bágt með að trúa þessu og hélt að hann væri að grínast í sér – og lái henni það enginn,” eins og segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá dag.

Hjónin ætla að þiggja fjármálaráðgjöf og byrja á að greiða niður íbúðasjóðslán og námslán.  Annars ætla þau að nota vinninginn til gæfu og gleði.  Meðal annars ætla þau að láta gamlan draum um að hjóla í Danmörku - á flottu hjóli með körfu framan á í fallegu veðri.

Íslensk getspá og Vísir óska vinningshöfunum innilega til hamingju með 162 skattfrjálsar milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×