Innlent

Jón Gnarr fær ekki að heita Jón Gnarr eftir allt saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti.
Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og grínisti. VÍSIR/STEFÁN
„Þjóðskrá hefur hafnað umsókn minni um nafnabreytingu. Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel,“ segir Jón Gnarr um nýjustu tíðindin í áralöngu máli þar sem hann hefur barist um að fá nafni sínu breytt í þjóðskrá.

Jón Gnarr, sem var skírður Jón Gunnar Kristinsson og fékk síðar breytt í Jón Gnarr Kristinsson, fékk nafni sínu breytt í Bandaríkjunum í mars. Hann hefur dvalið í Houston í Texas undanfarna mánuði við bókaskrif við Rice háskólann. Ósk hans um að heita einfaldlega Jón Gnarr hefur farið framhjá fæstum og stendur baráttan enn yfir.

Taldi Jón að með því að fá nafn sitt samþykkt í Bandaríkjunum væri hann kominn með tromp á hendi í baráttu sinni við Þjóðskrá. Svo virðist sem nafnbreytingin í Bandaríkjunum dugi hins vegar ekki til.


Tengdar fréttir

Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang

Borgarstjórinn er ósáttur þar sem hann fær ekki að taka upp nafnið Gnarr. Í bréfi sem hann skrifar á ensku óskar hann eftir hjálp þar sem hann vill nýtt ríkisfang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×