Fótbolti

Ronaldo gefur milljarð til hjálparstarfsins í Nepal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár, er rausnarlegur maður en hann hefur ákveðið að gefa meira en einn milljarð íslenskra króna til hjálparstarfs í Nepal.

Jarðskjálftinn í Nepal á dögunum hafði gríðarlegar afleiðingar en átta þúsund eru látnir og 20 þúsund slasaðir. Þetta er mannskæðasti jarðskjálftinn í landinu í meira en 80 ár.

Peningarnir, sjö milljónir evra, fara til góðgerðarstofnunarinnar  "Save the Children" en þeir eru eyrnamerktir björgunarstarfinu í Nepal.  Það var franska blaðið So Foot sem hefur heimildir fyrir þessu.

Cristiano Ronaldo er með um 2,7 milljarða í árslaun og hann var því að gefa rúmlega þriðjung af árslaunum sínum. Cristiano Ronaldo hefur yfir hundrað milljón fylgjendur á fésbókinni og hann biðlaði líka til þeirra að gefa líka til hjálparstarfsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cristiano Ronaldo lætur gott af sér leiða og hann hefur í gegnum tíðina einnig unnið með bæði UNICEF og World Vision.

Þetta er stór vika fyrir Cristiano Ronaldo og félaga hans í Real Madrid því á miðjuvikudaginn taka þeir á móti Juventus í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Juventus vann fyrri leikinn 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×