Handbolti

Guðjón Valur og Alexander tilnefndir í lið ársins í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu stórvel í Meistaradeildinni.
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu stórvel í Meistaradeildinni. vísir/getty/epa
Tveir Íslendingar eru tilnefndir í lið ársins í Meistaradeildinni í handbolta; Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður Barcelona, og Alexander Peterssson, hægri skytta Rhein-Neckar Löwen.

Guðjón Valur er búinn að skora 60 mörk í Meistaradeildinni til þessa, mest níu mörk í stórsigri Katalóníurisans gegn ríkjandi Evrópumeisturum Flensburg.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn spilar til undanúrslita á Final 4-helginni sem fram fer í Köln í lok mánaðarins, en þar mætir Barcelona pólska liðinu Kielce.

Guðjón Valur fær samkeppni um stöðuna í liði ársins frá Samuel Honrubia, PSG, Juanin Garcia, Naturhouse, Uwe Gensheimer, RNL og Timur Dibirov, Vardar.

Alexander Petersson er tilnefndur í stöðu hægri skyttu, en hann skoraði 48 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem féll úr keppni í átta liða úrslitum eftir tap gegn Veszprém frá Ungverjalandi.

Markahæsti leikmaður keppninnar, makedónska stórskyttan Kiril Lazarov, er einnig tilnefndur sem og Zsolt Balogh, leikmaður Pick Zeged, Mako Vujin hjá Kiel og Kim Andersson hjá KIF Kolding.

Þá er Alfreð Gíslason tilnefndur sem þjálfari ársins ásamt þeim Raúl Gonzalez hjá HC Vardar, Juan Pastor hjá Pick Szeged, Veselin Vujovic, þjálfara PPD Zagreb og Talant Dusjsebaev, Kielce.

Það er fólkið sem kýs þannig kjósa má okkar stráka hér.

Left wing All-Star nominees | VELUX EHF Champions League 2014/15

Which of these five splendid left wings deserves to make this season's VELUX EHF Champions League All-star team?Vote for this position and the rest of the team here: http://www.icy.at/ehf/CL_AllStarTeam2015M

Posted by EHF Champions League on Tuesday, May 12, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×