Fótbolti

Arnór og félagar ekki fengið laun í marga mánuði

Arnór í leik með Torpedo.
Arnór í leik með Torpedo. vísir/getty
Arnór Smárason og félagar hans í Torpedo Moscow lögðu niður störf í morgun.

Þeir hafa ekki fengið greidd laun síðan í janúar og láta ekki bjóða sér þetta lengur.

Forseti félagsins, Boris Ignatyev, staðfesti að leikmenn hefðu ekki mætt til vinnu og framhaldið er í algerri óvissu.

Torpedo er eitt margra félaga í Rússlandi sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Það er eitt þriggja úrvalsdeildarfélaga sem mun ekki fá keppnisleyfi næsta vetur nema félagið finni lausn á peningavandræðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×