Handbolti

Góður síðari hálfleikur lagði grunninn að sigri Austurríkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur gat verið ánægður með sína menn í kvöld.
Patrekur gat verið ánægður með sína menn í kvöld. vísir/getty
Austurríki vann spútniklið Finnlands í undankeppni EM 2016 í handknattleik, en leikið var í Austurríki í kvöld. Góður síðari hálfleikur lagði grunninn að sigrinum.

Staðan í hálflelik var jöfn 14-14, en lærisveinar Patreks Jóhannessonar, þjálfara Austurríkis, spýttu í lófana í síðari hálfleik og unnu síðari hálfleik með sjö mörkum. Lokatölur 29-22 sigur Austurríkið.

Rober Weber var markahæstur hjá Ausurríki með sex mörk, en næstur kom Fabian Posch með fimm mörk. Hjá FInnlandi var Sundberg markahæstur með sex mörk.

Patrekur stendur í ströngu í maí mánuði, en hann þjálfar einnig Hauka í Olís-deildinni. Þeir mæta Aftureldingu í fyrsta leik úrslitarrimmunnar, en hún hefst sjötta maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×