Innlent

Lambahamborgarar í hillum vegna yfirvofandi kjötskorts

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ótímabundið verkfall dýralækna í BHM er farið að hafa veruleg áhrif á matvælavinnslu hér á landi. Kjötkaupmenn eru farnir að finna fyrir kjötskorti og segja að fólk sé jafnvel farið að hamstra kjöt til að geyma. Þá sé hamborgaraskortur yfirvofandi.

Vöruúrval af ferskri kjötvöru í verslunum landsins er nú nánast ekkert. Skortur er á ferskum kjúklingi og svínakjöti en einnig er farið að bera á skorti á nautahakki og nautahamborgurum. Þá er gengið hratt á birgðir í frosinni kjötvöru. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki er hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. 

Kjötbankinn framleiðir kjöt fyrir fjölda veitingastaða í Reykjavík og segir Matthías Þorkelsson, rekstrarstjóri þar að hann muni ekki eftir viðlíka ástandi. 

Fréttastofan tók púlsinn á kjötkaupmönnum í Reykjavík en ljóst er að neysluvenjur landans koma til með að breytast á næstu vikum ef fer sem horfir.



Tengdar fréttir

Kjúklingakjötið er geymt í frysti

Framleiðendur kjúklingakjöts hafa fengið undanþágu til slátrunar á meðan á verkfalli dýralækna stendur til þess að tryggja velferð fuglanna. Grisjunin í búunum fer þannig fram að fuglunum er slátrað með hefðbundnum hætti í sláturhúsi, en afurðirnar settar í frysti í stað þess að fara á markað.

Engar undanþágur vegna slátrunar svína

Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.

Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus

Verkfall dýralækna skapar vandræði í sölu á kjöti. Slátrun liggur niðri og ekki er hægt að tollafgreiða innflutt kjöt. Frosinn kjúklingur í Bónus klárast líklega um næstu helgi og útlit er fyrir að hamborgarar og nautahakk verði bráðlega búið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×