Innlent

Eyþór leiðir hópinn sem á að bjarga rekstri RÚV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyþór Arnalds er nýr formaður starfshópsins.
Eyþór Arnalds er nýr formaður starfshópsins. Fréttablaðið/GVA
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem ætlað er að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

„Markmiðið er að sú skoðun varpi ljósi á ástæður þess alvarlega rekstarvanda sem Ríkisútvarpið ohf. glímir nú við,“ segir í tilkynningunni.

Eyþór Arnalds er formaður starfshópsins. Er þetta í annað skiptið á árinu sem Illugi skipar hann í embætti. Hann var skipaður formaður Þjóðleikhússráðs í janúar síðastliðnum. Þeir Illugi þekkjast vel enda flokksbræður í Sjálfstæðisflokknum. 

Aðrir í hópnum eru þau Guðrún Ögmundsdóttir, hagfræðingur og starfsmaður í fjármálaráðuneytinu, og Svanbjörn Thoroddsen ráðgjafi og stjórnarformaður KPMG á Íslandi.

Þess er vænst að starfshópurinn skili niðurstöðum hið fyrsta og eigi síðar en 26. júní 2015.


Tengdar fréttir

Úr 250 milljónum í 350 milljónir króna

Kostnaður vegna yfirstjórnar Ríkisútvarpsins hækkaði um hundrað milljónir milli áranna 2013 og 2014. Kostnaður vegna yfirstjórnarinnar var 250 milljónir árið 2013 en áætlað en var um 350 milljónir á árinu 2014.

Sala eigna hrekkur ekki til hjá RÚV

Sala eigna RÚV upp á um 5 milljarða dugar ekki til að laga rekstur RÚV. Uppsagnir starfsfólks blasa því við að óbreyttum forsendum fjárlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×