Lífið

Nýtt lag Rottweilerhunda : Heimur hinna hlýðnu kvaddur og dansað við djöfulinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu. Meðal annars má sjá Bent sitjandi uppi á Prikinu.
Hér má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu. Meðal annars má sjá Bent sitjandi uppi á Prikinu.
„Þetta er svipmynd af stemningu, án þess að upphefja hana eða fella einhvern áfellisdóm," segir rapparinn Ágúst Bent um nýtt lag seveitarinnar XXX Rottweilerhundar sem heyra má hér að neðan. Við lagið gerði sveitin einnig myndband sem Bent leikstýrir sjálfur.

Lagið ber titilinn Í næsta lífi og rappar Bent einn í því. Að vanda sér Lúðvík Páll Lúðvíksson um lagasmíðarnar. Lagið var samið í febrúarmánuði og var tekið upp í mars. Vinnslu myndbandsins er nýlokið og er það frumsýnt hér á Vísi.

Bent segir lagið fjalla um „að kveðja heim hinna hlýðnu og dansa aðeins við djöfulinn. Það getur verið helvíti skemmtilegt, en maður getur brennt sig á því eins og ég hef gert."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×