Innlent

Tony Omos og Gísli Freyr ná sáttum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í nóvember á síðasta ári.
Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í nóvember á síðasta ári. vísir/gva
Sátt náðist í máli Tony Omos gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos hafði krafist fimm milljóna króna úr hendi Gísla Freys, en að sögn lögmanns Omos, Stefáns Karls Kristjánssonar, er upphæð skaðabótanna trúnaðarmál. Stundin greinir þó frá því að upphæðin sé innan við ein milljón króna.

Gísli Freyr hefur því nú náð sáttum við aðilana þrjá sem nafngreindir voru í minnisblaði innanríkisráðuneytisins í tengslum við lekamálið svokallaða. Ekki hefur verið greint frá því hversu háar bætur samið var um, en Evelyn Glory Joseph fór fram á 4,5 milljónir og íslensk kona fram á 2,5 milljónir.

Tony Omos stendur enn í málaferlum við íslenska ríkið.


Tengdar fréttir

Tony Omos mun áfrýja til Hæstaréttar

Úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Tonys Omos gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.

Sáttaumleitanir enn ekki borið árangur

Sáttaumleitanir í máli Evelyn Glory Joseph gegn Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, hafa ekki borið árangur.

Omos áfrýjar til Hæstaréttar

Tony Omos hefur áfrýjað máli sínu gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu til Hæstaréttar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×