Erlent

Umbótaáætlun Grikkja að vænta á morgun

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. vísir/afp
Búist er við að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, muni í fyrramálið skila inn nýrri áætlun til umbóta í þeirri von um að gríska ríkið fái frekari lán svo það geti forðast gjaldþrot. Tsipras mun á morgun funda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en talið er að hann muni skila inn áætluninni á fundinum.

Í samtali við gríska dagblaðið Kathimerini segir Tsipras að ekki verði gengið til viðræðna á fundinum. Þau muni ræða málefni er varða Evrópu og hvernig hægt sé að styrkja sambandið á milli landanna tveggja.

Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í síðasta mánuði áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Fengu Grikkir því framlengingu á lánum sínum til fjögurra mánaða en hefði ekki verið fallist á tillögur þeirra hefðu opinberir sjóðir þeirra líklega tæmst.


Tengdar fréttir

Grikkir búnir að skila tillögum sínum

ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfa að samþykkja tillögurnar til að Grikkir fái fjögurra mánaða framlengingu á lánum sínum.

Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn

Evruríkin hafa fallist á sparnaðaráform grískra stjórnvalda. Eftirgjöf grísku stjórnarinnar gagnvart ESB hefur samt valdið erfiðum ágreiningi innan SYRIZA.

Segir Grikki ekki þurfa fleiri lán

Forsætisráðherra Grikklands segir stjórn sína að ætla að vinna hörðum höndum að því að breyta stefnu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×