Af sambandsleiða: "Fólk getur freistast út fyrir sambandið"

27. mars 2015
skrifar

Harpa Katrín Gísladóttir er sálfræðingur og pistlahöfundur hjá Glamour. Fyrsti pistill Hörpu fjallar um sambandsleiða.

Sálfræðingar hitta oft fólk sem veltir því fyrir sér hvort hjónaband þess sé komið á endastöð. Þessar vangaveltur geta valdið töluverðri vanlíðan því oft er mikið í húfi; börn, sameiginlegt líf og stöðugleiki.

Oftast hefur fólk áhyggjur af því að neistinn sé horfinn, að hjónabandið sé lífvana, parið geri aldrei neitt saman lengur og hafi jafnvel ekkert um að tala. Rómantíkin getur hafa mátt lúta í lægra haldi fyrir daglegu amstri og fólk upplifir jafnvel að löngunin til að vera saman sé horfin. Engin spenna sé lengur til staðar, ekkert gaman. Fólk segir gjarnan „ég elska hann/hana en ég er ekki ástfangin(n)“.

Þegar ástandið er orðið svona heima fyrir getur fólk freistast til að leita út fyrir sambandið til að finna aftur þessa langþráðu spennu og sterku tilfinningar. En áður en ákveðið er hvort skrefið skuli tekið út úr sambandinu eða unnið í því getur verið gott að átta sig á hvernig ástarsambönd þróast."

Pistillinn birtist í heild sinni í tímaritinu Glamour. Hægt er að kaupa áskrift hér.