Innlent

EVE Online hlaut ekki BAFTA verðlaun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tölvuleikurinn EVE Online, sem framleiddur er af CCp, laut í lægra haldi fyrir League of Legends á BAFTA tölvuleikjahátíðinni sem fram fór í gær.

Leikurinn var tilnefndur í flokkinum Persistent games sem mætti þýða sem flokk viðvarandi leikja.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að gerð og þróun EVE Online síðustu ár að fá þessa tilnefningu. Þarna vorum við í góðra leikja hópi, og margir stærstu tölvuleikir heims voru tilnefndir í sama flokki og við,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP.

„Það hefði samt vissulega verið gaman að koma með eitt stykki BAFTA styttu til Íslands.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×